Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 299 svör fundust

Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?

Tré deyja af ýmsum ástæðum. Ung tré geta drepist vegna skugga frá eldri og stærri trjám. Skógareldar og skordýraplágur drepa tré, stundum á stórum samfelldum svæðum. Ef tré ná að verða gömul er algengt að stofnar þeirra fúni í miðjunni, sem að lokum leiðir þau til dauða. Dánarorsökin hefur talsverð áhrif á það hvo...

Nánar

Hvað er hæsta lifandi vera há?

Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...

Nánar

Hve mikið af pappír fæst úr einu meðalstóru tré?

Þar sem tré eru misstór er erfitt að segja hve mikill pappír kemur úr einu tré. Ef við tækjum hinsvegar einn faðm af höggnum viði (3,6 rúmmetra), þá gefur það tæpar 90.000 blaðsíður af bókapappír, eða 3375 eintök af 28 blaðsíðna Fréttablaði. Notkun á pappír í heiminum er komin upp í 268 milljónir tonna á ár...

Nánar

Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári?

Vöxtur grenitrjáa fer bæði eftir því hvaða grenitegund á í hlut og hvernig vaxtarskilyrði trésins eru. Sólskin, rakastig, jarðvegur, rými og margt fleira getur haft áhrif á hversu hratt tré vaxa. Taka má dæmi um sitkagreni (Picea sitchensis), en það er stærsta tegund grenitrjáa og er í hópi með hraðvöxnustu tr...

Nánar

Er til eitthvað sem heitir leiðrétt siðblinda?

Í hversdagslegu máli er sjaldan talað um blindu nema hún sé varanleg. Þegar blinda er tímabundin eða læknanleg er það yfirleitt tekið sérstaklega fram. Snjóblinda getur verið dæmi um slíkt. Bókmenntir og dægurmiðlar gefa oft til kynna að fólk sem er varanlega blint þjálfist í að beita öðrum skilningarvitum. Það ka...

Nánar

Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?

Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...

Nánar

Hvaða trjátegundir voru á Íslandi við landnám?

Einnig hefur verið spurt:Hver eru upprunalegu tré Íslands? Þegar spurt er um tré er fyrst að skilgreina hvað sé tré, samanborið við til dæmis hvað flokkast sem runni, en munurinn milli trjáa og runna er síður en svo skýr. Tré og runnar eru plöntur með fjölæra, trénaða stöngla, en frá stærstu trjám (til dæmis ri...

Nánar

Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?

Steypireyðurin (Balaenoptera musculus), stærsta dýr jarðar, getur fullvaxin orðið allt að 30 metra löng og vegið 100-190 tonn. Þessi tröllvaxni hvalur er þó hvorki langur né þungur í samanburði við risafuruna (Sequoiadendron giganteum) sem er þyngsta lífvera jarðarinnar. Risafurur geta orðið allt að 95 metrar...

Nánar

Er hægt að græða hálfbrotnar greinar aftur á tré?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er hægt að græða aftur brotna grein á tré, er með keisaraösp sem er með grein sem klofnaði frá í vetur en er ekki alveg brotin? Oft gerist það á veturna þegar snjóþyngsli eru mikil að greinar trjáa svigna undan þunganum og geta hreinlega rifnað niður eftir stofninum. Af þess...

Nánar

Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?

Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltæ...

Nánar

Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta?

Greiðslukort, hvort heldur krítarkort eða debetkort, gegna um margt svipuðu hlutverki og peningar. Eitt af lykilhlutverkum peninga er að vera greiðslumiðill, tæki til að færa verðmæti milli manna sem eiga í viðskiptum. Greiðslukort gegna líka þessu hlutverki. Þegar vara eða þjónusta er greidd með debetkorti er...

Nánar

Hvað eru jöklabréf?

Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan. Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hv...

Nánar

Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi?

Með innláns- eða innstæðutryggingum er átt við að sá sem á fé á reikningi í banka eða sparisjóði getur fengið féð að hluta eða í heild greitt úr tryggingasjóði ef bankinn eða sparisjóðurinn getur ekki greitt það. Á Íslandi annast Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta þetta hlutverk. Tryggingarsjóður inn...

Nánar

Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?

Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...

Nánar

Fleiri niðurstöður